Fréttir

Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2014

Frjálsíþróttafólk í Skagafirði hélt uppskeruhátíð sína laugardaginn 8. nóvember. Þar var kynnt val á „Frjálsíþróttafólki Skagafjarðar 2014“, einnig voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir og fjölmargar viðurkenningar veittar.
Lesa meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði 2014 verður haldin í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 8. nóvember og hefst hún kl. 18. Kynnt verður val á „Frjálsíþróttakonu og -karli Skagafjarðar“, einnig heiðraðir efnilegustu unglingarnir, og veitt verða verðlaun fyrir framfarir og ástundun.
Lesa meira

ÆFINGATAFLA

Frjálsíþróttadeildin hefur nú birt æfingatöflu sína fyrir veturinn 2014-2015. Æfingar hefjast mánudaginn 6. október.
Lesa meira

Frábær árangur á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig mjög vel á mótinu og vann 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum og alls til 30 verðlauna.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í sjöþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Reykjavík helgina 19.-20. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Tindastól/UMSS, varð Íslandsmeistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4066 stig.
Lesa meira

Jóhann Björn tvöfaldur Íslandsmeistari

MÍ í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram í Hafnarfirði helgina 12.-13. júlí. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, sigraði bæði í 100m og 200m hlaupum. Alls unnu Skagfirðingar 2 gull-, 3 silfur- og 1 bronsverðlaun á mótinu.
Lesa meira

MÍ-aðalhluti í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í Hafnarfirði nú um helgina, 12.-13. júlí. Skagfirðingar senda vaska sveit til leiks sem gaman verður að fylgjast með.
Lesa meira

Unglingalandsmót 2014 á Sauðárkróki

ULM 2014 verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 31. júlí -3. ágúst. Skráning á mótið er hafin og skráningarfrestur stendur til miðnættis sunnudaginn 27. júlí.
Lesa meira

Gautaborgarleikarnir

Á þriðja og síðasta degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 200m hlaupi 18-19 ára og Ísak Óli Traustason komst í úrslit í 110m grindahlaupi í sama flokki og endaði í 7. sæti.
Lesa meira

Gautaborgarleikarnir

Á öðrum degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól/UMSS í 2. sæti bæði í 100m og 400m hlaupum 18-19 ára pilta. Í 100m hlaupinu hljóp hann á 10,78sek, en sænskur piltur sigraði. Í 400m hlaupinu var tvöfaldur íslenskur sigur, Kolbeinn Höður UFA sigraði á 48,58sek og Jóhann Björn í 2. sæti á 49,22sek.
Lesa meira