Júdóbúningar til leigu

Iðkendum gefst kostur á að leigja búning af Júdódeildinni fyrir 4.000 kr. á önn. Ekki er þó hægt að ábyrgjast að til sé júdóbúningur í réttri stærð. Í því tilfelli má benda á möguleikann að kaupa nýjan búning í gegnum Júdódeildina eða að auglýsa eftir notuðum búning.

Leiga á júdóbúningi (Gi) er skráð í Nóra eins og júdó námskeið.

Ef iðkandi hættir skal júdóbúningnum skilað hreinum við fyrsta tækifæri.

Allir iðkendur skulu skila inn hreinum leigubúningum í lok vorannar.