DanRho júdóbúningar til sölu

Dagsetning síðustu pöntunar: 17. febrúar 2019.
Dagsetning næstu pöntunar: Óákveðin.
Yamanashi Byrjendagalli fyrir yngri iðkendur, mittisteygja í buxum, hvítt belti fylgir. Efnisþéttleiki er 420 g/m2.  
Randori Mjög góður byrjendagalli og fínn æfingagalli fyrir alla aldurshópa, mittisteygja í buxum, hvítt belti fylgir. Efnisþéttleiki er 500 g/m2.
Sensei Góður æfingagalli og keppnisgalli fyrir eldri iðkendur, kemur í auka stærðarflokkunum S (small) og M (medium). Efnisþéttleiki er 750 g/m2.
Kano Fyrir lengra komna! Mjög þykkur keppnisgalli, kemur í auka stærðarflokkunum S (small) og M (medium). Efnisþéttleiki er 900 g/m2.

Stærðirnar eru gefnar upp eftir hæð einstaklings í sentímetrum, en ef hæð viðkomandi er á milli fáanlegra stærða skal velja næstu stærð fyrir ofan. Fyrsti júdóbúningur skal vera hvítur.

Júdódeildin er ekki með lager af nýjum búningum en tekur þess í stað saman pantanir á sérstaklega auglýstum tímum og þurfa iðkendur að passa upp á að hafa pantað búning/belti í gegnum pöntunareyðublaðið fyrir þann tíma.

Best er að greiða fyrir júdóbúninga með millifærslu á bankareikning Júdódeildar Tindastóls: 0310-26-001478 , kt: 470416-0250 og muna að senda kvittun á judo@tindastoll.is.