Fréttir

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Lesa meira

Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI

Kæru foreldrar, forráðamenn og íþróttaiðkendur, Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI, á vegum Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélags Skagafjarðar. Til að byrja með verður hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá UMF Tindastól í frjálsum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi, einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sínar iðkendur. Skráning fer fram hér : https://umss.felog.is/ Leiðbeiningar um skráningar má finna: https://greidslumidlun.is/media/1142/leidbeiningar-forradamanna.pdf Nánari upplýsingar veitir Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS á netfanginu umss@umss.is eða í síma 453 5460
Lesa meira

Stólarnir skinu skært gegn ljóslausum Stjörnumönnum

Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Lesa meira

Toppslagur í kvöld: Tindastóll - Stjarnan

Pétur Rúnar á afmæli og ætlar að fagna því með sigri í kvöld
Lesa meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi

- vann líka brons í langstökki
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

-nýtt skagfirskt héraðsmet.
Lesa meira

Tveir heimaleikir á sunnudaginn

Unglingaflokkarnir keppa...
Lesa meira

Hester lék lausum hala í Hólminum

Tindastólsmenn fóru giska létt með botnlið Snæfells þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í Stykkishólmi í kvöld. Heimamenn héngu í stuttbuxum Stólanna fyrstu tólf mínúturnar en síðan skildu leiðir. Snæfellingar réðu ekkert við Antonio Hester sem gerði 43 stig í leiknum og lék á allsoddi. Lokatölur 59-104.
Lesa meira

Afmælismót JSÍ

Laugardaginn 12. Febrúar var haldið Afmælismót JSÍ i Reykjavík.
Lesa meira

Snæfell - Tindastóll á morgun

Þrír leikir framundan
Lesa meira