Toppslagur í Kópavogi í kvöld

ÓLÍNA Desing
ÓLÍNA Desing

Meistaraflokkur karla mætir Knattspyrnufélagi Kópavogs (KFK) í kvöld í Fagralundi í Kópavogi klukkan 19:00.

Um hreinan toppslag er að ræða því fyrir leikinn eru bæði lið með 17 stig á toppi B-riðils 4. deildar eftir 7 leiki spilaða. Tindastóll er þó með töluvert betri markatölu, +/- 41 samanborið við +/- 28 hjá KFK.

Við hvetjum allt Tindastólsfólk fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan til að mæta í Fagralund í kvöld og styðja strákana okkar sem hafa verið að spila einstaklega skemmtilegan fótbolta í sumar.