Þriðji heimaleikurinn í röð

Monica Wilhelm markmaður meistaraflokks kvenna
Monica Wilhelm markmaður meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti FH, í þriðja heimaleiknum í röð, á sunnudaginn kl. 16:00. 

Upphaflegur leikdagur var þriðjudagurinn 9. maí kl. 19:15 en breyta þurfti leiktímanum vegna áreksturs við annan leik Tindastóls og Vals í körfunni. Nýjung er þetta árið að Stöð2 Sport sýnir beint frá öllum leikjum í Bestu deild kvenna og ekki var til búnaður né lausar stöðvar til að sýna frá leiknum á þriðjudaginn. 

Knattspyrnudeildin hvetur alla til að fjölmenna á völlinn á sunnudaginn og styðja við stelpurnar. Heitt verður á könnunni og mun þriðji flokkur kvenna standa vaktina í sumar í sjoppunni.