Paolo Gratton nýr leikmaður Tindastóls

ÓLÍNA Design
ÓLÍNA Design

Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól.

Paolo er fæddur árið 2000 og hefur spilað með Milwaukee Bavarian SC í United Premier Soccer League í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Paolo Gratton er fjölhæfur og spennandi leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum en einnig sem sóknarmiðjumaður. Paolo er með mjög góða tækni og sendingar getu og kemur til með að setja mikla pressu á þá leikmenn sem fyrir eru i þessum stöðum,” Segir Donni um Paolo.