Nacho Falcón til liðs við Tindastól

ÓLÍNA Design
ÓLÍNA Design

Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón eða Nacho Falcón eins og hann er iðulega kallaður er genginn til liðs við Tindastól.

Falcón er fæddur árið 1999 og kemur frá  liðinu Oulun Työväen Palloilijat sem leikur í þriðju efstu deild í Finnlandi.

Nacho Falcon er frekar stór og sterkur framherji sem er ætlað að skora mörk og fylla það skarð sem Basilio skilur eftir sig. Nacho er mjög sterkur skallamaður og góður i að halda boltanum og tengja spil framarlega á vellinum. Hann er með flótta tækni og verður spennandi að fylgjast með alvöru ástríðu frá Argentínu,” Segir Donni.