MÍ í frjálsíþróttum innanhúss 2020.

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 22.-23. febrúar.

Keppt var í 12 einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Keppendur voru 150 frá 13 félögum og samböndum. Frá UMSS komu sex keppendur, sem stóðu sig vel að vanda og enduðu í 4. sæti í stigakeppninni, á eftir FH, ÍR og Breiðabliki.

Ísak Óli Traustason vann til verðlauna í fjórum greinum, hann sigraði í 60m grindahlaupi á 8,42sek og í langstökki með 6,90m, varð í 2. sæti í stangarstökki með 4,30m og í 3. sæti í 60m hlaupi á 7,05 sek. Auk þess náði hann sínum besta árangri í kúluvarpi.

Andrea Maya Chirikadzi náði sínu besta í kúluvarpi (4 kg), og Sveinbjörn Óli Svavarsson jafnaði sinn besta árangur í 60m hlaupi. Þá sýndi Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, að hún er að nálgast sitt fyrra form í hástökki eftir erfið meiðsli.

Til hamingju öll !

HÉR má sjá öll úrslit á mótinu.