Meistaraflokkur karla sigrar sinn riðil örugglega í Kjarnafæðismótinu

Arnar Ólafsson var markahæsti maður riðilsins með 6 mörk. Mynd: ÓAB
Arnar Ólafsson var markahæsti maður riðilsins með 6 mörk. Mynd: ÓAB

Karlalið Tindastóls mætti liði Hamrana í seinasta leik Kjarnafæðismótið síðastliðið föstudagskvöld. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, níu stig en Tindastóll með betri markatölu. Til að sigra riðil 1 í B-deild mótsins þurftu Hamrarnir því að vinna leikinn en Tindastól dugði jafntefli. Tindastólsdrengir sættu sig ekki við að vinna mótið með jafntefli og völtuðu yfir lið Hamrana með fimm mörkum gegn engu. 

Tindastóll 5 - 0 Hamrarnir
1-0 Benedikt Kári Gröndal (23’)
(Stoðsending: Hólmar Daði Skúlason)
2-0 Arnar Ólafsson (52’)
(Stoðsending: Benedikt Kári Gröndal)
3-0 Arnar Ólafsson (71’)
(Stoðsending: Benedikt Kári Gröndal)
4-0 Jónas Aron Ólafsson (73’)
(Stoðsending: Jón Gísli Stefánsson)
5-0 Emil Óli Pétursson (88’)
(Stoðsending: Bragi Skúlason)


Byrjunarlið Tindastóls:
Einar Ísfjörð Sigurpálsson (M) ⇄ (Anton Helgi Jóhansson (M) 62’)
Jóhann Daði Gíslason ⇄ (Eysteinn Ívar Guðbrandsson 84’)
Svend Emil Busk Friðriksson
Sverrir Hrafn Friðriksson ⇄ (Ísak Sigurjónsson 8’) ⇄ (Emil Óli Pétursson 45’)
Hólmar Daði Skúlason ⇄ (Bragi Skúlason 79’)
Sigurður Pétur Stefánsson
Konráð Freyr Sigurðsson (F)
Jónas Aron Ólafsson
Jón Gísli Stefánsson
Benedikt Kári Gröndal ⇄ (Kristófer Rúnar Yngvason (79’)
Arnar Ólafsson

Næsta mót sem karlalið Tindastóls tekur þátt í er lengjubikarinn en þar leika þeir í riðli 6 í C-deild. Þeirra fyrsti leikur í því móti er gegn Berserkjum 6. mars á Víkingsvelli.