María Dögg Jóhannesdóttir endurnýjar samning sinn við knattspyrnudeild Tindastóls

María Dögg Jóhannesdóttir
María Dögg Jóhannesdóttir

María Dögg Jóhannesdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Tindastóls. María Dögg, sem er fædd 2001, hefur verið samningsbundin Tindastól frá árinu 2017 og spilað yfir 130 leiki fyrir Tindastól ásamt því að skora tuttugu mörk.

Að sögn Donna, þjálfara meistaraflokks kvenna er María mikill leiðtogi bæði innan og utan vallar. ,,Hún drífur liðið áfram með miklum krafti og áræðni. María er mjög sterkur varnarmaður en finnst fátt skemmtilegra heldur en að bregða sér í sóknina og þar er hún líka mjög öflug.“

María er mjög fjölhæfur leikmaður og hefur í gegnum tíðina leyst margar stöður á vellinum og gert það vel.

,,Það er mikið gleðiefni að hafa Maríu hjá okkur áfram í baráttunni og vonum að hún verði hjá okkur sem lengst.“ segir Donni að lokum.