Margrét Rún valin enn á ný í úrtakshóp U17

U16 á Norðurlandamóti í sumar, Margrét í rauðri treyju númer 12. Mynd: KSÍ.
U16 á Norðurlandamóti í sumar, Margrét í rauðri treyju númer 12. Mynd: KSÍ.

Margrét Rún Stefánsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára landsliðs kvenna. 

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnafirði og á Kópavogsvelli dagana 17. til 19. ferbrúar undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar þjálfara U17 kvk. 

Þessar úrtaks æfingar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM 2022. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Slóvakíu og Finnlandi og verður leikið á írlandi 23.-29. mars.

Margrét, sem er markmaður,  á að baki 3 meistaraflokks leiki með Tindastól og 3 leiki með yngri landsliðum Íslands.