Leikjum helgarinnar frestað vegna slæmrar færðar

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: mbl.is
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: mbl.is

Báðir meistaraflokkar Tindastóls í fótbolta áttu leiki í dag í Kjarnafæðismótinu sem áttu að fara fram á Akureyri. Þeim leikjum hefur verið frestað vegna slæmrar færðar á Öxnadalsheiðinni.

Karlaliðið átti fyrst að leika gegn Hömrunum föstudagskvöldið 21. janúar en þeim leik var frestað vegna slæmrar færðar til dagsins í dag og átti sá leikur að fara fram klukkan 18:00. Kvennaliðið átti einnig að leika í dag klukkan 16:00 á móti Völsung. 

Óvíst er hvenær þessi leikir verða spilaðir.