Laufey Harpa valin í U23 æfingahóp

Laufey í leik með Tindastól seinasta sumar. Mynd: Óli Arnar
Laufey í leik með Tindastól seinasta sumar. Mynd: Óli Arnar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðisins í fótbolta, hefur valið hóp U23 ára leikmanna til æfinga sem fram fara dagana 24. - 26. janúar næstkomandi í Hafnafirði. 

Þar á meðal er Króksarinn Laufey Harpa Halldórsdóttir sem hefur verið lykilmaður í liði Tindastóls undanfarin ár en hún á að baki 119 leiki fyrir Tindastól og 11 mörk. 

Í lok seinast árs skrifaði hún undir tveggja ára samning við Bikarmeistara Breiðabliks.

Það verður spennandi að fylgjast með Laufey Hörpu í framtíðinni.