Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Sigtrygg Arnar Björnsson

Baldur þjálfari Tindastóls og Sigtryggur Arnar.
Baldur þjálfari Tindastóls og Sigtryggur Arnar.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa náð að semja við Sigtrygg Arnar Björnsson um að leika með liðinu næsta tímabil 2021-2022 en skrifað var undir samning við Sigtrygg Arnar nú fyrr í kvöld . Við getum sagt að Sigtryggur Arnar sé komin aftur heim en hann á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn en hann lék með liðinu 2017-2018  þegar Tindastóll varð bikarmeistari og átti stórann þátt í velgengni liðsins þá .  Sigtryggur Arnar verður mikill styrkur fyrir félagið og sérstaklega fyrir íslenskan kjarna liðsins.

Við bjóðum Sigtrygg Arnar velkominn í Skagafjörðinn.