Konni skrifar undir

Konráð Freyr
Konráð Freyr

Nú rétt fyrir helgi skrifaði fyrirliði meistaraflokks karla, Konráð Freyr Sigurðsson undir árssamning við Knattspyrnudeild Tindastóls.

Konni er fæddur árið 1995, leikur sem miðjumaður og hefur spilað 198 leiki á ferlinum með Tindastól og Drangey og skorað í þeim 26 mörk. 

Konráð Freyr er mikilvægur hlekkur í meistaraflokk karla og því er mikið fagnaðarefni að hann taki slaginn með liðinu í 4. deild í sumar en það er einhuga markmið allra að koma liðinu beint upp aftur.