Hrafnhildur og Krista skrifa undir

Hrafnhildur og Krista
Hrafnhildur og Krista

Á dögunum skrifuðu þær Hrafnhildur Björnsdóttir og Krista Sól Nielsen undir tveggja ára samninga við Knattspyrnudeild Tindastóls.

Þær hafa verið mikilvægir leikmenn liðsins undanfarin ár en báðar hafa þær verið að glíma við slæm meiðsli. 

Hrafnhildur er fædd árið 1997 og á að baki 122 leiki fyrir Tindastól og hefur skorað í þeim 16 mörk. 

Krista að baki 41 leik fyrir Tindastól og hefur skorað í þeim 7 mörk.