Hannah Cade skrifar undir hjá Tindastól

Hönnun: ÓLÍNA design
Hönnun: ÓLÍNA design

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Hönnuh Jane Cade um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hannah er 24 ára miðjumaður og er væntanleg til landsins um miðjan febrúar.

“Hannah Cade er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum. Hannah er frábær karakter og góður liðsmaður sem við væntum mjög mikils af,” segir Donni aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls. 

Á síðasta tímabili lék Hannah með Fram, skoraði 4 mörk í 16 leikjum og var valin besti leikmaður Fram ásamt því að vera i liði ársins i 2. deild. Áður en Hannah kom til Íslands spilaði hún stórt hlutverk í sterku liði i háskólaboltanum i USA. 

Við hlökkum mikið til að fá hana til okkar í febrúar og gerum ráð fyrir því að hún muni hafa góð áhrif á liðið að öllu leyti,” segir Donni.