Fyrsti leikur í Lengjudeild kvenna á morgun

Kvennalið Tindastóls leikur á Sauðárkróksvelli á morgun, föstudag, þegar þær taka á móti Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna.

Stelpurnar hafa átt þokkalegt undirbúningstímabil, náð í góð úrslit gegn Bestu deildar liðum og seinustu fjórir leikir hjá liðinu hafa unnist.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og kostar 2000 kr. inn og verða árskort seld á staðnum. 

Eftir leik tilla sér síðan allir fyrir framan sjónvarpið og horfa á fyrsta leik í úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í úrslitakeppninni í Körfubolta. 

Áfram Tindastóll!