- Forsíða
 - Félagið
 - Fótbolti
 - Körfubolti
 - Sund
 - Frjálsar
 - Skíði
 - Júdó
 - Bogfimi
 - Badminton
 
Júdódeildin stendur fyrir foreldraæfingu á hverri önn þar sem foreldrar, systkini og vinir fá tækifæri á því að æfa með iðkendum.
Það var gaman að sjá foreldra, systkini og vini fjölmenna á æfingu með iðkendum í kvöld og sumir voru að prófa júdó í fyrsta sinn! Þetta er æfing sem flestir iðkendur hlakka til á hverri önn og örugglega margir gestir. Þetta sýnir vel hvað júdó er góð fjölskylduíþrótt, þar sem munur í aldri, styrk, stærð og getu kemur ekki í veg fyrir að allir geti haft gagn og gaman að því að kljást í glímu jafnt sem leikjum.