Evrópubikar

Evrópubikar landsliða var haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Keppt var í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugum greinum í kvennaflokki. Hvert land sendii einn keppenda í hverja grein og fást tólf stig fyrir fyrsta sætið, ellefu stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli. Þrjú lið komast upp um deild og keppa þá í 1. deildinni eftir tvö ár. Frá þessu er greint á vef frjálsíþróttasambandsins, fri.is. Þrjú lið mættu ekki til leiks og falla því niður um deild og heldur Ísland sæti sínu í annarri deildinni.

Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson voru á meðal þeirra sem valdnir voru í landsliðhópinn.

Ísak Óli var valinn til að keppa í 110 metra grindahlaupi, stangarstökk og 4x100 metra boðhlaupi.

Sveinbjörn Óli var valinn til að keppa í 4x100 metra boðhlaupi.