Birna, Magnea og Marsilía skrifa undir tveggja ára samning

Við undirritunina í dag. Marsilía, Birna og Magnea.
Við undirritunina í dag. Marsilía, Birna og Magnea.

Nú í dag skrifuðu þrjá uppaldar Tindastólsstúlkur undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls.

Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir. Þær voru allar viðlogandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili.

Knattspyrnudeild Tindastóls fagnar þessum undirskriftum og það er alltaf mikið gleðiefni þegar ungir, efnilegir og uppaldir leikmenn skrifa undir samning við félagið.