Aldís María og Anna Margrét skrifa undir samninga

Aldís María og Anna Margrét
Aldís María og Anna Margrét

Á dögunum undirrituðu þær Aldís María Jóhannsdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. 

Aldís María er uppalinn Þórsari en gekk til liðs við Tindastól árið 2020. Hún er fædd árið 2001 hefur leikið 35 leiki fyrir Stólana og skorað í þeim 6 mörk. Aldís skrifaði undir 1. árs samning.

Anna Margrét er uppalinn hjá Stólunum og hefur leikið 35 leiki í meistaraflokk fyrir Tindastól. Anna skrifaði undir 2. ára samning.