Aðalfundur aðalstjórnar Tindastóls 2021

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls verður haldinn á morgun miðvikudaginn 31.mars eins og auglýst hefur verið. En vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður hann haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20:00.

Linkur á fundinn : https://bit.ly/3frxZzI

Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða og eru eins og hér segir:

 1. Formaður setur fundinn.
 2. Kosinn fundarstjóri.
 3. Kosinn fundarritari.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
 5. Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
 6. Gjaldkeri leggur fram reikningatil samþykktar
 7. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 8. Tillögur lagðar fyrir fundinn.
 9. Veittar viðurkenningar og styrkir (Íþróttamaður Tindastóls og Minningarsjóður Rúnars Inga Björnssonar).
 10. Kaffihlé.
 11. Umræður og afgreiðsla tillagna.
 12. Lagabreytingar.
 13. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
 14. Ákveðin árgjöld félagsins
 15. Stjórnarkjör aðalstjórnar:
  1. Kosinn formaður.
  2. Kosinn gjaldkeri.
  3. Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
 16. Önnur mál