Aðalfundur Tindastóls

Aðalfundur Tindastóls var haldinn í dag í húsi frítímans.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Halldóri Halldórssyni veittur starfsbikarinn fyrir störf í þágu félagsins.  

Þá voru veittir styrkir úr minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar.  Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson fengu hvorir um sig 75.000 kr. styrk vegna verkefna með landsli unglinga í körfuknattleik.  Þá fékk 3. flokkur kvenna í knattspyrnu 100.000 kr. styrk vegna æfinga og keppnisferðar til Svíþjóðar.

Helgi Sigurðsson var endurkosinn formaður Tindastóls en auk hans voru Kolbrún Marvia Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir endurkosin í stjórn félagsins.

Hér má nálgast ársskýrslu Tindastóls vegna ársins 2016.