Tindastólsrútan

Aðalstjórn félagsins ákvað í samráði við deildirnar að rútan yrði í umsjá sérstakrar bílanefndar. Í henni sitja fulltrúar körfuknattleiksdeildarinnar, knattspyrnudeildarinnar og tveir bifvélavirkjar frá bílaverkstæði KS. Nefndin ákvað að bíllinn yrði geymdur við Kjarna, þangað er hægt að leita til þess að bóka bílinn í ferðir á vegum félagsins. Benedikt Egilsson starfsmaður bílabúðarinnar veit allt um bókunarferlið.

 
Ýmis atriði sem vert er að hafa í huga ef bóka á bílinn:
 
Kílómetragjald er 35 krónur og leggst inn á aðalstjórn eftir hverja ferð.
Bílstóri bílsins verður að hafa rútupróf og ökuritakort.
Bílnum skal skilað fullum af olíu og þrifnum að innan sem utan.
Umgengni um bílinn skal vera sem best og skal hópstjóri taka ábyrgð á neyslu matar í bílnum. 
Mælt er með neysla matar sé sem minnst inn í bílnum.
 
Ef að bílnum er skilað í ófullnægjandi ástandi verða keypt þrif fyrir bílinn og viðkomandi deild sendur reikningur fyrir því.
Það sama á við ef olíutankur bílsins er ekki fullur. Viðkomandi deild verður sendur reikningur fyrir olíunni sem vantar á bílinn og kostnaður fyrir olíutökunni að auki.