Atli Arnarson íþróttamaður Tindastóls

Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls 2012. Óhætt er að segja að Atli hafi verið lykilmaður í knattspyrnuliði Tindastóls síðustu ár og ungmennum góð fyrirmynd.

Valið á Íþróttamanni Tindastóls fer þannig fram að hver deild tilnefnir sinn fulltrúa í kjörið og gerir grein fyrir afrekum hans á árinu.

Niðurstaðan var sú að Atli hlaut titilinn íþróttamaður Tindastóls 2012. Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Tindastóls voru:
Helgi Rafn Viggósson, körfuknattleiksdeild
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttadeild
María Finnbogadóttir, skíðadeild
Sigrún Þóra Karlsdóttir, sunddeild

Aðalstjórn Tindastóls óskar Atla til hamingju með titilinn og öðrum sem tilnefndir voru til íþróttamanns Tindastóls einnig til hamingju með viðurkenninguna.