Aðalfundur Tindastóls

Aðalfundur Tindastóls verður haldinn 13. mars nk. kl. 20.00  í Húsi Frítímans.

Auk almennra aðalfundarstarfa verða styrkir veittir úr minningasjóði Rúnars Inga Björnssonar. Tekið er við umsóknum til 7. mars og hvetjum við unga afreksmenn og afrekshópa til að sækja um í sjóðinn.

Við minnum deildir félagsins á að halda sína aðalfundi og ganga frá ársskýrslum sem fyrst.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Aðalstjórn Tindastóls