Sunddeild Tindastóls tekur þátt í MOVE WEEK / Hreyfivikan 29.maí -1.júní

Iðkendur og þjálfarar Sunddeildar UMF Tindastóls bjóða krökkum að koma og prufa og hafa gaman með þeim í lauginni, í Hreyfiviku UMFÍ. Þetta er síðasta æfingarvika vetrarins, og margt skemmtilegt verður um að vera. Opnar æfingar frá kl. 16:30-18:00, dagana 29.maí, 31. maí og 1. júní.

1.júní - fimmtudagur kl. 17.15 verður í boði sápukúlur í heitapottinum, tónlist.  Þeman er bikiní og náttföt.  Förum í leiki og fleira gert.  Mæta með góða skapið..