- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Sunddeildin ætlar að fara af stað þetta haustið.
Við erum búin að ráða til okkar Evu Maríu Sveinsdóttir ættuð frá Siglufirði hún er 31.ára gömul, býr á Sauðárkróki með Birni Magnúsi Árnasyni og börnum. Eva María kenndi sund hjá sumartími í sumar og er sjálf sundkona, æfði í 8.ár og bjó næstum í sundlauginni sem krakki. Eva María verður þriðji þjálfarinn með Þorgerði Þórhallsdóttir og Árnýju Oddsdóttir sem var hjá okkur sl.vetur.
Stefnan er að byrja í vikunni 25.september en nánari tímasetning kemur síðar og auglýst verður í sjónhorni með tímasetningar. Við ætlum að taka inn 1-2 bekk og halda áfram með hina bekkina.
Þetta verður spennandi og skemmtilegur vetur.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja!
Stjórnin og þjálfarar