Sunddeild Tindastóls ætlar að fara af stað eftir gott sumarfrí.

Sunddeildin ætlar að fara af stað þetta haustið.  

Við erum búin að ráða til okkar Evu Maríu Sveinsdóttir ættuð frá Siglufirði hún er 31.ára gömul, býr á Sauðárkróki með Birni Magnúsi Árnasyni og börnum. Eva María kenndi sund hjá sumartími í sumar og er sjálf sundkona, æfði í 8.ár og bjó næstum í sundlauginni sem krakki.  Eva María verður þriðji þjálfarinn með Þorgerði Þórhallsdóttir og Árnýju Oddsdóttir sem var hjá okkur sl.vetur.

Stefnan er að byrja í vikunni 25.september en nánari tímasetning kemur síðar og auglýst verður í sjónhorni með tímasetningar.  Við ætlum að taka inn 1-2 bekk og halda áfram með hina bekkina.

Þetta verður spennandi og skemmtilegur vetur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja!

Stjórnin og þjálfarar