Uppskeruhátíð og aðalfundur 20. febrúar

Uppskeruhátíð Sunddeildar Tindastóls verður haldin miðvikudaginn

20. febrúar klukkan 18:00 á Kaffi Krók.  Á uppskeruhátíðinni verða veitt ýmiss verðlaun fyrir árangur á árinu 2012 m.a. titillinn sundmaður ársins.  Öllum iðkendum verður afhent gjöf frá deildinni.  Veittar verða góðgerðir s.s. pizzur og gos.

Í lok uppskeruhátíðarinnar verður haldinn aðalfundur Sunddeildarinnar fyrir árið 2012.

Sundiðkendur og foreldrar eru hvött til að fjölmenna á Kaffi Krók neðri salur

Kveðja!

Stjórn sunddeildar.