- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Áskorun til einstaklinga, fyrirtækja í Skagafirði og deilda innan Tindastóls
um að taka þátt í boðsundi og einstaklingsgreinum á Héraðsmóti UMSS 17. júní 2014, í Sauðárkrókslaug.
Mótið hefst kl. 10.30 en upphitun hefst kl.10:00.
Það eru fjórir keppendur í hverri boðsundssveit, það mega vera blönduð lið (kk og kvk) og þarf hver keppandi að synda 50m frjálst sund.
Þetta er kjörið tækifæri til að efla starfsandann og bæta heilsuna.
Um Héraðsmót UMSS 17. júní eru nánari upplýsingar inná www.tindastoll.is
undir sund varðandi keppnisgreinar og um Grettisbikarinn og Kerlinguna.
- Síðasti skráningardagur er til miðnættis 15. júní: sund@tindastoll.is
Upplýsingar sem þarf að skrá: Nafn, kennitala og keppnisgrein.
Varðandi boðsundssveit, nafn sveitar og nöfn og kennitölu liðsmanna.
-Skilyrði að keppendur séu með skráð lögheimili í Skagafirði og ekki skráðir undir öðru félagi.
( Vonum að verði búið að opna sundlaug vegna viðgerða sl. vikur)
Verðlaunaafhending fer fram á sundlaugarbakka og verðlaun
fyrir flottasta búninginn í boðsundsveit.
Hlökkum til að sjá bæjarbúa og aðra gesti hvetja sitt fólk
Kveðja! Stjórn sunddeildar Tindastóls