Snjórinn kominn í fjallið

Farið er að styttast í að skíðaæfingar hefjist hjá Skíðadeild Tindastóls.

Um leið og Samtök skíðasvæðanna hafa gefið út hvernig verður hægt að haga æfingum vegna sóttvarnareglna munum við byrja.

Fyrst um sinn verður eingöngu æfingar fyrir þá sem að eru vanir, ekki verða fastir æfingadagar í desember

heldur nýttir dagarnir sem að vel viðrar.

Í janúar getum við svo vonandi farið á fullt með fastar æfingar en þær munu þá vera á

Þriðjudögum 17-19

Fimmtudögum 17-19

Laugardaga 11-13

 

Skíðaþjálfarar verða í vetur

Sigurður Hauksson - 12 ára og eldri 

Snjólaug M Jónsdóttir - 8-11 ára , einnig með byrjendakennslu

Helga Daníelsdóttir -  5-7 ára, einnig með byrjendakennslu

En við metum hvern iðkanda fyrir sig og skiptum í hópana eftir getu. 

 

Vonandi getum við komið á byrjendanámskeiði sem fyrst. Endilega heyrið samt í okkur ef áhugi er fyrir þeim og við setjum ykkur á skrá hjá okkur.

Netfangið er helgadan63@gmail.com

 

Allar upplýsingar um opnun á skíðasvæðinu má svo finna á heimasíðu svæðisins.

www.skitindastoll.is


Athugasemdir