- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
María Finnbogadóttir keppti um síðast liðnu helgi á Skíðamóti Íslands í Böggviðsstaðafjalli við Dalvík. María varð Íslandsmeistari í svigi, bæði í 18-20 ára stúlkna og kvennaflokki. Er þetta í fyrsta sinn sem að skíðadeild Tindastóls eignast Íslandsmeistara í Alpagreinum.
Skíðadeildin er afskplega stolt af Maríu og óskum við henni innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Skíðamót Íslands á heimasíðu Skíðasambands Íslands.
Athugasemdir