Uppskeruhátíð meistaraflokks og unglingaflokkanna

Um helgina fór fram uppskeruhátíð meistaraflokks karla og unglingaflokka kvenna og karla. Veittar voru viðurkenningar fyrir veturinn.

Í unglingaflokki karla var Pétur Rúnar valinn bestur, Haukur með mestu framfarir og Elvar Ingi með bestu ástundina. 

Í unglingaflokki kvenna var Bríet valin best, Telma  með mestu framfarir og Sunna með bestu ástundunina.

Í meistaraflokki karla var Pétur Rúnar valinn besti leikmaðurinn og hlaut einnig verðlaun sem stigahæsti leikmaður liðsins. Viðar var valinn besti varnarmaðurinn, Friðrik Þór með mestu framfarirnar, Helgi Rafn bestu ástundunina og Hannes var valinn sá efnilegasti.