Afreksbúðir KKÍ

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands. Yfirþjálfarar búðanna völdu 60 drengi og 50 stúlkur allstaðar af landinu til að taka þátt en þar muna yfirþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir eru fyrir ungmenni fædd 2003 og verða haldnar tvisvar í sumar. 

Eftirtaldir krakkar  hafa verið valdir frá UMF Tindastól til að taka þátt í afreksbúðunum þetta árið

  • Andrea Maya Chirikadzi
  • Eva Rún Dagsdóttir
  • Katrín Eva Óladóttir
  • Marín Lind Ágústsdóttir
  • Stefanía Hermannsdóttir
  • Örvar Freyr Harðarson 

Þau spiluðu öll í 8. fl. síðastliðin vetur. 

  • Fyrri helgin verður 10. - 11. júní og verður æft í íþróttahúsinu á Álftanesi.
  • Síðari helgin verður 19. - 20. ágúst og verður æft í íþróttahúsinu á Álftanesi.