Yngri flokkar á ferðinni um helgina

7 flokkur kvenna fer suður yfir heiðar og spila í Hauka heimilinu í dag laugardag. Fyrsti leikur hjá stelpunum er kl 11.15 á móti heimastelpum i Haukum. Næsti leikur er 13.15 við Álftanes og síðasti leikurinn er 14.15 við ÍR b. 

 

9 flokkur drengja spila heima og er spilað í dag laugardag og sunnudag. Fyrsti leikur hjá þeim er kl 13.00 við nágranna okkar í Þór Akureyri. Næst spila þeir við Njarðvík kl 15.30. Þeir byrja svo klukkan 09.00 og spila við Hauka.

 

Við hvetjum alla þá sem hafa tök á því að fara og hvetja þau til sigurs.

 

Áfram Tindastóll