Úrslit helgarinnar

Helstu úrslit leikja helgarinnar eru þau að 8. flokkur drengja sigraði Hauka 44:30, tapaði gegn Breiðablik 34:32 og gegn Snæfell 43:35 en sigraði Keflavík 30:23.

Sameiginlegt lið Þórs Akureyri og Tindastóls í 8. flokki stúlkna sigraði Vestra 31:24, en tapaði gegn Njarðvík, 58:16, Grindavík 41:17 og Keflavík 35:24. Eva Rún meiddist í fyrsta leik og spilaði ekki meir. 

Unglingaflokkur karla tryggði sér farmiða í Höllina með góðum sigri í undanúrslitum bikars gegn Þór Þorlákshöfn, 72:83. 

Unglingaflokkur kvenna tapaði sínum bikarleik gegn Keflavík, 53:85. Bríet Lilja var stigahæst í okkar liði með 27 stig.

Þá lék unglingaflokkur karla gegn Haukum í dag og töpuðu strákarnir þeim leik, 94:64. Pétur Rúnar, Viðar og Elvar léku ekki í dag.