Unglingaflokkur kvenna í 4-liða úrslit

Unglingaflokkur kvenna vann í dag nokkuð öruggan sigur á Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Stelpurnar okkar leiddu leikinn mest allan tímann og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bríet Lilja var stigahæst í liði Tindasóls með 35 stig, Telma Ösp var með 11 stig, Sunna 6, Valdís 5, Kolbrún 5 og Hera 1.

Með þessum sigri eru þær komnar í 4-liða úrslit og verður spennandi að sjá hver mótherji þeirra verður og hvort þær næli sér í heimaleik.

Glæsilegur árangur - til hamingju stelpur!