Tvö lið á törneringum um helgina

Um helgina leika 8. flokkar Tindastóls sína síðustu törneringu. 

8. flokkur stúlkna, sem leika í sameiginlegu liði Tindastóls og Þórs Akureyri, spila í Njarðvík og mæta Njarðvík, Grindavík, KR og Keflavík.

8. flokkur drengja leika í TM höllinni á laugardegi og Mustad höllinni á sunnudegi. Þeir spila gegn Snæfell, Grindavík, Keflavík og Breiðablik.

Áfram Tindastóll!