Tveir leikir á sunnudaginn

Bríet í sveiflu gegn Keflavík um síðastliðna helgi. Mynd: Hjalti Árna.
Bríet í sveiflu gegn Keflavík um síðastliðna helgi. Mynd: Hjalti Árna.

Unglingaflokkur kvenna á leik gegn Keflavík í TM-höllinni á sunnudaginn. Sá leikur hefst klukkan 14.00. Stelpurnar eru í 6. sæti í deildinni með flest spilaða leiki, ellefu samtals. Þær hafa unnið 5 leiki en tapað 6. Keflavík situr á toppnum, hafa spilað 7 leiki og sigrað þá alla. 

Unglingaflokkur karla á heimaleik á sunnudaginn, einnig gegn Keflavík. Strákarnir hefja leik klukkan 16.00. Þeir eru nú í 4. sæti í sínum riðli innan deildarinnar en Keflavík í því þriðja. Félögin hafa unnið jafn marga leiki en Keflavík á einn leik inni.