Tindastóll - Keflavík

Mynd: Hjalti Árna.
Mynd: Hjalti Árna.

Keflavík mætir í Síkið fimmtudaginn 2. febrúar. Eins og staðan er í dag er Tindastóll í 3. sæti deildarinnar en Keflavík í því 7. 

Keflavík hefur sigrað tvo leiki af fjórum eftir áramót en Tindastóll einn af fjórum. Von er á hörkuleik og væri gaman að sjá sem flesta mæta og styðja við bakið á strákunum.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verða hamborgararnir á sínum stað.

Áfram Tindastóll!