Skráning á körfuboltaæfingar vetrarins

Æfingar vetrarins hefjast 9. september - þeir sem vilja prufa, þá eru opnar æfingar vikuna 9.-15. september. Krakkarnir fengu miða með sér heim úr skólanum föstudaginn 8. september með æfingartöflunni.

Við viljum minna á systkinaafsláttinn, sem virkar þannig að ef það eru tvö systkini eða fleiri að æfa körfubolta hjá Unglingaráði kkd. Tindastóls, þá fær hver iðkandi 25% afslátt af sínu æfingargjaldi.

Forráðamenn: hægt verður að skrá sína iðkendur til 24. september n.k. Skráningar fara fram hér, https://umss.felog.is ef notast á við hvatapeninga þarf að nota rafræn skilríki.

Hægt er að nota kreditkort, Maestro Debetkort, og greiðsluseðil (390.- kr. þjónustugjald er tekið þegar notað eru greiðsluseðlar).

Hægt er að dreifa greiðslum á kreditkortin og greiðsluseðlana.
Þeir iðkendur sem ekki eru skráð fyrir 25. september, fá sendan greiðsluseðil í heimabanka (1 greiðsla + þjónustugjald).