Þrjár frá Tindastóli í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.

Samkvæmt vef KKÍ er búið að boða leikmennina og koma liðin saman til æfinga fyrir jólin. Stefnt er á æfingar dagana 19.-21. desember.