- Félagið
 - Fótbolti
 - Körfubolti
 - Sund
 - Frjálsar
 - Skíði
 - Júdó
 - Bogfimi
 - Badminton
 
Pétur Rúnar Birgisson var valinn besti íþróttamaður Skagafjarðar og Israel Martin besti þjálfari ársins í dag. Þá voru einnig Eva Rún, Jón Gísli, Ragnar og Telma Ösp tilnefnd sem ung og efnileg í körfuknattleik.
Ungir og efnilegir tóku við viðurkenningum á hátíðlegri athöfn í Húsi Frítímans í dag en Pétri og Martin voru færðir bikararnir á æfingu.
Lið meistaraflokks karla var einnig tilnefnt sem lið ársins.
Þar sem lið meistaraflokksins var með æfingu á meðan á athöfninni stóð veitti Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, viðurkenningunum móttöku. Hann fór síðan, ásamt fríðu föruneyti, beinustu leið á æfingu með verðlaunin. Hér má sjá myndband af því þegar Pétur, Helgi Rafn og Martin taka við viðurkenningunum.