Pálmi Geir og Bríet Lilja fara í önnur lið

Nú í sumar hafa tveir leikmenn Tindastóls ákveðið að söðla um og skipta yfir í önnur félög. 

Pálmi Geir samdi við Þór á Akureyri og mun spila með þeim í Domino's deildinni næsta vetur. 

Bríet Lilja samdi nýverið við Skallagrím og flytur í Borgarnes í haust og leikur með þeim í Domino's deild kvenna. 

Við óskum þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.