Ný aðalstjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls fór fram í gærkvöldi. Ný stjórn var kosin en vitað var fyrir fundinn að mikil endurnýjun yrði í stjórn að þessu sinni. En 3 aðilar úr fyrri stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
 
Ný Stjórn
Dagur Þór Baldvinsson  Formaður.
Arnar Már Elíasson  gjaldkeri.
Indriði Ragnar Grétarsson  ritari.
 
Meðstjórnendur
Freyja Rut Emilsdóttir
Kolbrún Marvía Passaro
Ari Freyr Ólafsson
Valgarður Ragnarsson
 
Varamenn
Svavar Viktorsson
Jón Hörður Elísson
 
Fundurinn fór vel fram og fyrri stjórn var þökkuð vel unnin störfi í þessu erfiða ástandi fyrir síðasta tímabil en rekstur deildarinnar fór framúr björtustu vonum. Björn Hansen eða Bjössi á Borg eins og flestir þekkja hann, fékk standandi lófaklapp fundargesta fyrir sitt risastóra Tindastóls hjarta og þá miklu vinnu sem hann hefur unnið fyrir félagið í gegnum árin..