Nóg um að vera hjá yngri flokkum um helgina

7 flokkur drengja fer suður með sjó og byrja íslandsmótið í Grindavík. Fyrsti leikur hjá þeim er á móti Ármanni kl 12.30 næsti leikur er svo við Skallagrim kl 14.30, síðan spila þeir við Breiðablik og Grindavík á sunnudeginum og byrja þeir að etja kappi við Breiðablik kl 10.00 enda svo á heimamönnum í Grindavík klukkan 13.00. Við hvetjum alla sem geta að renna til Grindavíkur og sjá framtíðina okkar spila og hvetja þá til sigurs. 

Einnig er 9 flokkur stúlkna að spila og spila þær hérna heima, þær eiga fyrsta leik klukkan 14.15 á móti Njarðvík og 16.45 við Keflavík. Á sunnudaginn byrja þær á því að taka á móti Ármanni og byrjar sá leikur kl 09.00 og enda á Grindavík kl 12.45. Við hvetjum alla til þess að kíkja í Síkið og hvetja stelpurnar til sigurs og sjá þessa flottu framtíð sem við eigum. 

Síðan kl 16.00 á sunnudaginn eiga unglingaflokkur drengja heimaleik á móti Þór Akureyri. Og því nóg um að vera í íþróttahúsinu um helgina. 

Áfram Tindastóll