Leikur 4 - frí rútuferð

Stuðningsmenn eru nauðsynlegir í leikjum sem þessum og þeir eiga ekki eftir að kikka í kvöld! Mynd: …
Stuðningsmenn eru nauðsynlegir í leikjum sem þessum og þeir eiga ekki eftir að kikka í kvöld! Mynd: Hjalti Árna.

Í kvöld fer fram leikur fjögur í 8-liða úrslitum Tindastóls og Keflavíkur.

Keflavík vann fyrstu tvo leikina en Tindastóll mætti til baka og sigraði leik 3 í síkinu á miðvikudaginn síðastliðinn með miklum yfirburðum. 

Það er stemning meðal strákanna og því ekki við öðru að búast en sigri í kvöld og því heimaleik næstkomandi sunnudag.

Stöð2 sport sýnir leikinn en við hvetjum alla þá sem hafa tök á að drífa sig til Keflavíkur í kvöld. Boðið er upp á FRÍA rútuferð en skráningar þurfa að berast til Stefáns Jónssnar á netfangið barmahlid5@gmail.com fyrir klukkan 11.00 í dag.

Áfram Tindastóll!!!!