Leikdagar í 8-liða úrslitum

Nú liggja leikdagar fyrstu umferðar úrslitakeppninnnar fyrir. Tindastóll á heimaleikjarétt gegn Keflavík og því er fyrsti leikur rimmunnar hér í Síkinu. Sá leikur er á fimmtudaginn og hefst stundvíslega klukkan 19.15.

Leikur tvö er í Keflavík á sunnudagskvöldið, 19. mars, klukkan 19.15 og þriðji leikurinn í Síkinu miðvikudaginn 22. mars klukkan 19.15.

Fjórði leikurinn (ef þarf) fer fram í Keflavík 24. mars og hefst klukkan 19.15 og sá fimmti (ef þarf) í Síkinu 26. mars og hefst einnig klukkan 19.15.

Við hvetjum alla stuðningsmenn okkar til að fjölmenna á leikina, jafnt heimaleiki sem útileiki.

Áfram Tindastólll!!!